Mikið álitamál hvort eðlilegt sé að bjóða upp á tvAlþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefur verið í ákveðinni tilvistarkreppu undanfarin ár en sjaldgæft hefur verið að ríki hafi leitað til hans eftir aðstoð frá aldamótum.

Þetta hefur skyndilega breyst og nú er sjóðurinn í brennidepli í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu.

Á skömmum tíma hefur IMF ráðstafað ríflega fjórðungi af því fé sem hann hefur til ráðstöfunar, en það eru um 200 milljarðar Bandaríkjadala. Um er að ræða neyðarlán til Íslands, Úkraínu og Ungverjalands auk þess sem sjóðurinn er í viðræðum við stjórnvöld í Ungverjalandi, Pakistan, Hvíta-Rússlandi og Serbíu um aðstoð.

Fastlega er gert ráð fyrir að ofangreindur listi sé ekki tæmandi og að fleiri ríkisstjórnir leiti á náðir IMF á komandi mánuðum.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .