Hlutabréf í Asíu hækkuðu um 1,9% í dag, samkvæmt DJ Asia-Pacific vísitölunni. Hlutabréf fjármálafyrirtækja hækkuðu eftir að HSBC bankinn, sem skráður er í kauphöllunum í London og Hong Kong, sagðist ekki þurfa aðstoð frá ríkinu, jafnvel þótt efnahagsaðstæður myndu versna.

Hlutabréf í Evrópu hafa hækkað um 1,9% þegar þetta er skrifað, mælt með Euronext 100. Barclays banki hefur hækkað um 12,7% og Deutsche Bank um 3,4%.