Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins. Af rúmlega 32.000 fyrirtækjum sem skráð eru í Hlutafélagaskrá reyndust 245 fyrirtæki uppfylla skilyrðin sem Creditinfo setur til að fá viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki. Vottun af þessu tagi þekkist víða erlendis en á stærri mörkuðum er algengara að skilyrði vottunar séu ekki eins ströng og ákveðið var að setja hér á landi.

Nánar er fjallað um málið í nýjastu útgáfu Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálagast hana undir liðnum tölublöð.