Lággjaldaflugfélög hafa verið að auka við markaðshlutdeild sína þegar kemur að því að fljúga á milli Kaupmannahafnarflugvallar og erlendra áfangastaða að því er kemur fram í frétt danska viðskiptaritsins Börsen.

Komið hefur í ljós að áfangastaðir í Þýskalandi eru sérlega vinsælir og mörg flugfélög eru nú að skoða kosti þess að hefja flug til og frá Kaupmannahöfn.


Lággjaldaflugfélögin juku farþegafjölda sinn um 2,1 milljón farþega á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins og náðu þar með 13,3% markaðshlutdeild. Þetta jafngildir 3,3% aukningu frá árinu 2005.


Sterling heldur áfram að drottna á lággjaldamarkaðinum í Kaupmannahöfn. Félagið er með 59% markaðshlutdeild en easyJet fylgir þar á eftir með 11% markaðshlutdeild. Norwegian er með 10% markaðshlutdeild, FlyNordic 5%, Iceland Express 5%, Air Berlin 4%, DAT 2%, SkyEurope 2% og Transavia 2%.