Sjónvarp undir merkjum Apple er skelfileg hugmynd. Þetta var mat Steve Jobs, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins og annars af tveimur stofnendum þess. Hann taldi ólíklegt að sjónvarpsframleiðsla myndi skila tilætluðum tekjum í kassann.

Fjallað er um skoðun Jobs á sjónvarpsframleiðslu Apple í nýrri bók um fyrirtækið sem er væntanleg á markað. Í bókinni, sem heitir Haunted Empire, og kemur út á morgun, segir frá því þegar Jobs kom á fund starfsmanna Apple árið 2010 og spurðist fyrir um það hvort á teikniborðinu væri að hanna sjónvarp undir merkjum Apple.

Netmiðillinn AppleInsider segir þessa skoðun Jobs andstætt því sem fram kom í ævisögu Jobs stuttlega eftir andlát hans árið 2011. Þar ræðir Jobs vítt og breitt um sjónvarp Apple og möguleika þess.