Stjórn færeyska olíufyrirtækisins Atlantic Petroleum, sem skráð er í Kauphöll Íslands, hefur tekið formlega ákvörðun um tvíhliða skráningu félagsins, segir í fréttatilkynningu.

Félagið mun einnig verða skráð í kauphöllina í Kaupmannahöfn, sem er í eigu samnorrænu kauphallarsamstæðunnar OMX. OMX hefur lýst yfir áhuga á að innlima Kauphöll Íslands.

Víðskiptablaðið greindi frá áætlunum Atlantic Petroleum í síðasta mánuði. Ástæðan fyrir tvíhliða skráningu er sú að félagið hefur áhuga á því að breikka mögulegan fjárfestahóp og fjármagna hugsanlegar yfirtökur.

Í hlutafjárútboði til skráningar í Danmörku safnaði félagið um 120 milljónum danskra króna, sem samsvarar um 1,5 milljörðum íslenskra króna. Fjórföld umframeftirspurn myndaðist í útboðinu.