Skipt verður nánast um alla stjórn Eimskips á aðalfundi félagsins á morgun. Aðeins Richard Winston Mark d'Abo gefur áfram kost á sér. Hinir Aðrir fjórir sem gefa kost á sér eru sjálfkjörnir.

Þeir eru Gunnar Karl Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og MP banka, lögmaðurinn Helga Melkorka Óttarsdóttir,  Hrund Rúdolfsdóttir, mannauðsstjóri Marels og Víglundur Þorseinsson, fyrrverandi aðaleigandi BM Vallár.

Richard Winston Mark d'Abo situr í stjórn Eimskips í nafni félagsins Yucaipa Companies. Það er stærsti hluthafi Eimskips með rúman 25% hlut.

Marc Jason Smernoff gefur jafnframt kost á sér til áframhaldandi setu í varastjórn Eimskips. Hann tengist sömuleiðis Yucaipa Companies eins og d'Abo. Jóhanna á Bergi gefur sömuleiðis kost á sér sem varamaður í stjórn. Hún er forstjóri færeyska skipafélagsins Faroe Ship.

Tilkynning Eimskips