Allir þingmenn Samfylkingar, Hreyfingarinnar og VG ásamt þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Siv Friðleifsdóttur felldu tillögu Vigdísar Hauksdóttur um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Vigdís lagði til landsmenn fái að kjósa um það hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram eður ei. Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir studdu hins vegar tillöguna.

Tillagan hljómaði svona: Vilt þú að stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka?

Af þeim sem kusu felldu 34 þingmenn hana en 25 studdu hana.