Viðbrögð við synjum forseta Ísland á lögum um ríkisábyrgð á Tryggingasjóð innistæðueigenda vegna Icesave hafa verið nokkuð blendin í dag.

Margir fagna ákvörðun forsetans en aðrir eru henni andvígir.

Nú hefur meðal annars verið stofnaður  hópur á Facebook undir heitinu „Ólafur Ragnar Grímsson segi af sér“ en þegar þetta er skrifað hafa tæplega 1.900 manns skráð sig í hópinn.

Í lýsingu á hópnum segir: „Við kærum okkur ekki um forseta sem ákveður nýja stjórnskipun fyrir Ísland einn síns liðs og gerir ríkið marklaust í alþjóðlegum samskiptum.“

Nokkrir þekktir aðilar úr stjórnmálalífinu hafa bæst í hópinn Þannig hefur einni stjórnarþingmaður, Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skráð sig í hópinn.

Þá hefur Finnur Dellsén, fyrrverandi aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar og miðlægur kosningastjóri VG í síðustu kosningum jafnframt bæst í hópinn ásamt Grími Atlasyni, sveitarstjóra í Búðardal en hann er einnig meðlimur Vinstri grænna.

Meðal annarra sem skráð hafa sig í hópinn eru bræðurnir Ármann og Sverri Jakobssynir, bræður Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra, og meðlimir VG. Valgeir Helgi Bergþórsson, formaður Ungra Jafnaðarmanna í Hafnafirði, Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrv. þingmaður Samfylkingarinnar, Marsibil Sæmundsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP, Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar og fyrrverandi fréttamaður á RÚV, Illugi Jökulsson, rithöfundur,

Þá má bæta því við að Jóhann Friðgeir Valdimarsson, óperusöngvari hefur jafnframt skráð sig í hópinn.

Síðu hópsins má sjá hér.