Hópur fjárfesta og stjórnenda hefur samþykkt að kaupa Icepharma af Atorku, segir í fréttatilkynningu. Kristján Jóhannsson, lektor og stjórnarmaður hjá Icepharma, leiðir hóp fjárfestaog Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, fer fyrir hópi lykilstjórnenda félagsins.

Auk Margrétar taka Karl Sigurðsson, Bessi Jóhannesson, Björg Dan Róbertsdóttir og Stefán A. Stefánsson, sem öll eru framkvæmdastjórar hjá Icepharma, þátt í kaupunum.

Kristján verður stjórnarformaður Icepharma og Margrét mun áfram starfa sem forstjóri félagsins.

Ársvelta Icepharma er um fjórir milljarðar. Félagið er umboðsaðili margra þekktra birgja svo sem Roche, Wyeth, Baxter, Johnson & Johnsson, Karl Storz, GSK-Consumer Health og Nike.

Í gær var tilkynnt að hinn þekkti lyfjaframleiðandi, Eli Lilly hafi valið Icepharma sem samstarfsaðila á Íslandi frá og með 1. maí næstkomandi, segir í tilkynningunni.

Ráðgjafi kaupenda var Straumur-Burðarás og ráðgjafi seljanda var fyrirtækjaráðgjöf Landsbanka Íslands.