Þrír stjórnendur hjá Kaupþingi hafa nýtt sér kauprétt að bréfum í bankanum á genginu 600. Um er að ræða 20.000 hluti, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni, að reiða fram tólf milljónir króna fyrir.

Miðað við gengi bankans við lok dags í gær, 952 krónur á hlut samkvæmt upplýsingum frá M5, er andvirði hlutarins 19 milljónir króna.

Þessir stjórnendur eru Guðný Arna Sveinsdóttir, fjármálastjóri Kaupþings, Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi og Steingrímur Kárason, framkvæmdastjóri áhættustýringar.

Kaupréttarsamningurinn var gerður árið 2005.