Aðstæður í efnahagslífinu eru góðar að mati stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins og eru þeir almennt sammála um að hún verði jafngóð eða betri eftir sex mánuði.

Tilfinnanlegur skortur á vinnuafli

Þetta kemur fram í könnun Gallup en þar segir jafnframt að tæpur helmingur fyrirtækjanna finni fyrir skorti á vinnuafli. Búast megi við um rúmlega 2% fjölgun starfsmanna á almenna vinnumarkaðnum á næsta hálfa árinu eða sem svarar 2.200 störfum.

Þessi skortur á starfsmönnum er ekki lengur einskorðaður við tilteknar atvinnugreinar heldur breiðist út um allt atvinnulífið. Stjórnendurnir búast við mikilli aukningu eftirspurnar innanlands, en ennig aukinni erlendis frá, en þeir eru bjartsýnir á að hún verði minni en opinberir aðilar gera ráð fyrir, eða 3,0% en ekki 4,0%.

Horfur skv. stjórnendum 400 stærstu fyrirtækja landsins
Horfur skv. stjórnendum 400 stærstu fyrirtækja landsins