Stjórn Össurar hefur gert kaupréttasamninga við framkvæmdastjóra, aðra stjórnendur og lykilstarfsmenn félagsins. Starfsmenn geta fyrst nýtt kaupréttina eftir þrjú ár, eða í apríl 2015. Þeir geta þá keypt á genginu 8,55 danskar krónur á hlut og selt á markaðsverði þess tíma. Gengi bréfanna í dag er um 8,9 danskar krónur á hlut.

Sigurborg Arnardóttir, fjárfestatengill félagsins, segir að á síðasta aðalfundi hafi verið samþykkt starfskjarastefna félagsins. Innifalið í henni séu kaupréttirnir. Stjórnin tók síðan ákvörðun í fyrradag um nákvæma útlistun þeirra.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.