Varaformaður VG telur eðlilegt að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB. Verði sú niðurstaðan á flokksráðsfundi um helgina er það stefnubreyting.

Frjálslyndi flokkurinn gerir nú skoðanakönnun meðal félagsmanna sinna.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur halda flokksþing um ESB í janúar, en stjórnarflokkarnir svara engu um það hvað gerist ef Sjálfstæðisflokkurinn hafnar aðild.

„Den tid den sorg,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar í samtali við Viðskiptablaðið.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt Viðskiptablaðsins um þær breytingar sem eru að verða í afstöðu stjórnmálaflokkanna til Evrópusambandsins.

Úttektina er að finna í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vb.is .