Yfirskattanefnd (YSKN) staðfesti nýverið ákvörðun Skattsins um að hafna því að endurgreiða hjónum, sem stunduðu nautgripaog sauðfjárrækt, búnaðargjald áranna 2011-2016.

Hjónin höfðu ekki óskað eftir aðild að Bændasamtökum Íslands eða öðrum búnaðarsamböndum og ekki nýtt sér þjónustu frá þeim. Töldu þau álagningu gjaldsins fela í sér brot á félagafrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og vísuðu til dóms í máli Stjörnugríss gegn ríkinu frá árinu 2017, þar sem álagning gjaldsins var fellt niður að stærstum hluta, máli sínu til stuðnings.

Skatturinn féllst ekki á það og staðfesti YSKN þá niðurstöðu með þeim rökum að fordæmisgildi dómsins væri ekkert þar sem hann næði aðeins til framleiðslu svínaafurða en ekki annarra landbúnaðarafurða sem falla undir stjórnkerfi búvöruframleiðslu.