Hlutabréf í Asíu lækkuðu í dag eftir fjögurra daga hækkun. Lækkunin er rakin til óra um að ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum muni versna á næstunni og þannig draga úr útflutningi frá Asíu til Bandaríkjanna.

Rio Tinto Group og Nippon Mining Holdings, stærsta námufyrirtæki í Japan lækkuðu mest líkt og námufyrirtæki á Evrópu í gær.

Stálframleiðendur í Kína og stjórnvöld þar í landi íhuga sameiginlegt tilboð í námufyrirtækið Rio Tinto. Kínverjar eru stærstu kaupendur járngrýtis í heiminum í dag, samkvæmt því sem segir á vef Bloomberg. BHP Billitin hefur þegar boðið 134 milljarða Bandaríkjadali í Rio Tinto.

Topix vísitalan í Tókýó lækkaði um 1% í dag. Hang Seng í Hong Kong hækkaði um 0,8% og CSI 300 í Kína um 1,2%. KRX 100 í Suður Kóreu hækkaði um 1,3%