Ríkissaksóknari hefur ákveðið að endurákvarða ekki skatta á Stoðir, áður FL Group, vegna meintra vangreiðslna á tekjuskatti fyrir árið 2006. Það ár hagnaðist félagið um 44,6 milljarða króna. Endurgreiðslur hefðu því getað numið mörgum milljörðum króna. Fréttablaðið greinir frá málinu í dag.

Húsleit var gerð í höfuðstöðvum Stoða í nóvember 2008. Í versta falli hefðu Stoðir þurft að greiða ríkinu 12,9 milljarða króna. Skattrannsókn er hins vegar að mestu lokið með þessum hætti. Ríkisskattstjóri tilkynnti félaginu að tekjuskattshluta málsins væri lokið undir lok síðasta árs.