*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 3. ágúst 2020 12:33

Stöðnun og samdráttur

Frá 2000-2018 fjölgaði þjóðinni úr 280.000 í 350.000 manns, landsframleiðslan jókst gríðarlega eða um 75% og kaupmátturinn hækkaði um helming.

Ritstjórn

Að ofan gefur að líta samanlagðar auglýsingatekjur allra íslenskra fjölmiðla árin 2000-2018, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en þær eru á föstu verðlagi þessa árs. Sem sjá má voru þær lægri árið 2018 en þær voru árið 2000, en líkur eru til þess að þær hafi haldið áfram að dragast saman, enn frekar auðvitað eftir að heimsfaraldurinn fór yfir í ár.

Þessar tölur segja þó engan veginn alla sögu um samdráttinn. Frá 2000-2018 fjölgaði þjóðinni úr 280.000 í 350.000 manns, landsframleiðslan jókst gríðarlega eða um 75% og kaupmátturinn hækkaði um helming. Fjölmiðlar sátu hins vegar eftir.