Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur breytt horfum á lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar úr stöðugum í jákvæðar. Kemur breytingin í kjölfar sambærilegrar breytingar á horfum Ríkissjóðs Íslands þann 18. júlí síðastliðinn.

Langtímaeinkunn Landsvirkjunnar er áfram BB en skammtímaeinkunn B.

Í rökstuðningi Standard & Poor's fyrir breytingunni kemur fram að Landsvirkjun sé fyrirtæki með opinbera ábyrgð og líkurnar á því að stjórnvöld kæmu fyrirtækinu til hjálpar í erfiðleikum séu mjög miklar.