„Við munum halda áfram fyrri stefnu, sem er að fjár­ festa í óskráðum fyrirtækjum sem hafa sýnt fram á góðan rekstrar­ grundvöll og hafa tækifæri til frek­ ari virðisaukningar fyrir hluthafa á um 3­5 árum,“ segir Benedikt Ólafsson, forstöðumaður hjá Stefni hf.

Stefnir hefur lokið fjármögnun á 7,5 milljarða króna framtakssjóði. Sjóðurinn ber heitið Stefnir íslenski athafnasjóður­ inn II ( SÍA II). SÍA II er stofnaður í framhaldi af sjóðnum SÍA I, sem hefur ásamt meðfjárfestum fjárfest fyrir rúma 16 milljarða í íslensku atvinnulífi.

Fram kemur í tilkynningu frá Stefni að SÍA II framtakssjóðurinn er stofnaður í framhaldi af SÍA I sem var um 3,4 milljarðar króna að stærð en hefur ásamt meðfjárfestum fjárfest fyrir rúmlega 16 ma.kr. í Högum, Sjóvá, 66° Norður og Jarðborunum. SÍA I hefur nú þegar selt hluti sína í 66° Norður auk þess sem sjóðurinn hefur afhent sjóðsfélögum öll hlutabréf sín í Högum, en sú fjárfesting nam um þriðjungi af heildarstærð sjóðsins. Sjóðurinn stefnir að því, ásamt meðfjárfestum, að skrá hluti sína í Sjóvá í Kauphöllina fyrir árslok en samalagður eignarhlutur aðila er um 73% í gegnum samlagshlutafélagið SF I.

Ítarlega er fjallað um nýjan sjóð Stefnis í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.