*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 20. apríl 2018 12:53

Stofna félag um jafningafjármálafræðslu

Fjárráður, félag sem ætlar að stunda jafningjafræðslu í fjármálum, var stofnað í vikunni. Markmið félagsins er að efla fjármálalæsi á Íslandi með fræðslu á öllum skólastigum.

Ritstjórn
Höskuldur Marselíusarson

Fjárráður, félag sem ætlar að stunda jafningjafræðslu í fjármálum, var stofnað í vikunni. Markmið félagsins er að efla fjármálalæsi á Íslandi með fræðslu á öllum skólastigum. Í tilkynningu frá Fjárráði segir að fjármálalæsi sé hæfni einstaklinga til þess að tileinka sér góða yfirsýn yfir fjármálin og geta til að greina hvaða skilyrði það eru sem skipta mestu máli bæði þegar kemur að fjármögnun, sparnaði og eyðslu.

Stofnfundur félagsins var haldinn á miðvikudag þar sem Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja hélt erindi þar sem hún ræddi meðal annars mikilvægi fjármálalæsis.

„Allir einstaklingar munu á einhverjum tímapunkti þurfa að velta eitthvað af þessum hlutum fyrir sér og taka stórar og veigamiklar ákvarðanir sem snúa að fjármálum jafnvel þó þau hafa mögulega aldrei fengið neina skipulagða kennslu í þeim. Fjárráður er þar með einhverskonar svar við skort á fjármálakennslu í skólakerfinu,“ segir Emil Dagsson, hagfræðingur og einn stofnenda Fjárráðs. „Í dag geta einstaklingar farið í gegnum grunn- og framhaldsskóla og jafnvel fimm ára háskólanám án þess að læra nokkurn tíman neitt um fjármál. Þeir sömu einstaklingar eiga síðan eftir að þurfa taka veigamiklar ákvarðanir á vinnustað sínum, til að mynda um fjárfestingar eða bara hvaða lífeyrissjóður hentar þeim best, og um lántöku.“

Stikkorð: Fjármálalæsi