Stjórn Samtaka stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði hitti Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að máli í síðustu viku. Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna, www.stofnfe.is.

Stofnfjáreigendur í sparisjóðnum og Íslandsbanki hafa eldað grátt silfur saman vegna lána sem Glitnir veitti í tengslum við stofnfjárútboð í desember 2007. Þar er deilt um tryggingar og ábyrgðir í lánssamningum. Líklegt er að deilan verði útkljáð fyrir dómstólum.