Þrotabú Fons hafnað lýstum kröfum í bú sitt sem nema 18 milljörðum króna. Þar af eru kröfur frá skilanefnd Glitnis upp á 10 milljarða króna og sjö milljarða króna krafa frá Stoðum, sem áður hétu FL Group. Þeirri kröfu var lýst 11. ágúst 2009, rúmum tveimur vikum eftir að kröfulýsingarfrestur rann út.  Alls var kröfum upp á 39 milljarða króna upphaflega lýst í búið.Langstærsti kröfuhafinn er skilanefnd Glitnis.

Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða, segir að fyrir mistök lögmanna Stoða hafi kröfunni verið lýst of seint. Mistökin hafi vissulega verið slæm en að þau muni valda Stoðum litlum eða engum skaða. „Krafan var tilkomin vegna ábyrgða sem Fons átti að halda Stoðum skaðlausum af, kæmi til krafna á hendur Stoðum. Einungis lítið brot af hámarksupphæðinni, sjö milljarðar króna, hefur fallið eða mun falla á Stoðir. Að öllum líkindum verður um að ræða 350 milljónir króna en ekki  sjö milljarða króna. Auk þess er talið ólíklegt að eitthvað muni fást upp í almennar kröfur í þrotabú Fons, samkvæmt yfirlýsingum skiptastjóra Fons.“