Eftirspurn eftir þýskum lúxusbifreiðum jókst verulega í janúar. Söluaukning síðasta árs var aðallega vegna meiri sölu í Kína, Indlandi og Rússlandi. Nú væru stærstu markaðirnir fyrir bílana, Bandaríkin og Evrópa, farnir að taka við sér eftir litlu söluaukningu í fyrra.

BMW (d. Bayerische Motoren Werke AG) er stærsti framleiðandi lúxusbifreiða í Þýskalandi ef vörumerkin Mini og Rolls-Royce eru talin með. Í janúar seldust 105.177 bílar en salan jókst um 28% í janúar m.v. sama mánuði í fyrra.

Audi, sem er í eigu Volkswagen, seldi 95.400 bifreiðar, 23% meira en fyrir ári síðan.

Mercedes Benz er þriðji stærsti framleiðandinn í þessum flokki.  Salan í janúar var  82.700 bílar sem er 23% meira en fyrir ári síðan.