The Hongkong and Shanghai Banking Corporation (HSBC), stærsti banki Evrópu, þarf að skera niður um 3,5 milljarða dala til að ná settum markmiðum í rekstri sínum. Sérfræðingar telja uppsagnir allt að 10.000 starfsmanna líklegar. Reuters greinir frá.

Stuart Gulliver forstjóri bankans sagði í maí að bankinn myndi skera niður til að ná markmiðum sínum um hagnað.  Hann sagði ekki hversu margir starfsmenn yrðu látnir fara í aðgerðunum en starfsmenn bankans eru um 300.000.

HSBC hefur tilkynnt að bankinn muni minnka eða hætta starfsemi í 39 löndum. Bankinn hefur þegar sagt upp 700 starfsmönnum í Bretlandi.

HSBC
HSBC
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)