Reykjanesbær er næstskuldugasta sveitarfélag á Íslandi ef miðað er við reglulegar tekjur. Reykjanesbær var upphaflega með skuldabréf á gjalddaga 15. október, en þegar ljóst var að ekki var hægt að greiða á gjalddaga var óskað eftir kyrrstöðutímabili og greiðslufresti, sem hefur verið framlengt nokkrum sinnum. Reykjanesbær hefur náð samkomulagi við stærsta kröfuhafa sinn, Eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. (EFF).

Í kjölfar þess hefur kauphöllin opnað aftur fyrir viðskipti með skuldabréf Reykjaneshafnar. Ráð­gjafi kröfuhafa hefur gert skoðun á forsendum fjárhagsáætlunar en eftir þá úttekt varð niðurstaðan sú að skuldavandi sveitarfélagsins væri 6.350 milljónir króna, enda þarf sveitarfélagið að ná markmið­ um laga um skuldahlutfall og um leið að sinna lögbundinni þjónustu við íbúa.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf skuldaviðmið sveitarfélaga að vera undir 150% fyrir árslok 2022. Samkvæmt fjárhags- áætlun til ársins 2019 mun skuldaviðmið að óbreyttu vera yfir 200% við árslok 2022. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að samkomulag við kröfuhafa hafi því verið forsenda þess að hægt væri að endurskipuleggja skuldir sveitarfélagsins á þann hátt að lögbundnu skuldaviðmiði væri náð.

Reykjanesbær varð til árið 1994 með sameiningu Keflavíkurkaupstaðar, Njarðvíkurkaupstaðar og Hafnahrepps. Árið 2002 námu skuldir A- og B-hluta sveitarfélagsins 8,4 milljörðum króna, fóru hæst í 43,4 milljarða árið 2010 og stóðu í árslok 2014 í 40,8 milljörðum. Skuldirnar hækkuðu um 158% á árunum 2002-2014 á föstu verðlagi. Á sama tíma fjölgaði íbúum um 37%.

Á sama tíma og Reykjanesbær hlóð á sig skuldum seldi það hlutbréfaeign í HS orku, sem áður hét Hitaveita Suðunesja. Heildarsöluverðið nam 26,6 milljörðum króna á verðlagi í árslok 2014. Þar af nam tekjufærður söluhagnaður 15 milljörðum króna. Þessi gríðarlega eignasala var ekki notuð til að lækka skuldir. Þau ár sem hlutabréfin voru seld hækkuðu skuldir milli ára. Að auki hefur sveitarfélagið selt hluti í HS veitum, en söluhagnaður af þeim viðskiptum hefur numið tæpum 800 milljónum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.