Dr. Dan Mitchell, skattasérfræðingur Catostofnunarinnar í Bandaríkjunum, flutti á dögunum erindi um skatta og hagvöxt á fundi á vegum Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt í Háskóla Íslands.

„Það er erfitt að vera með gott skattkerfi þegar ríkið er stórt. Þess vegna er mikilvægt að halda vexti ríkisins í skefjum. Hvert samfélag þarf að taka ákvörðun um hve stórt ríkið á að vera og að þeirri ákvörðun lokinni þarf að finna besta mögulega skattkerfið til að fjármagna það. Að mínu mati er einfalt skattkerfi með eins lágri skattprósentu og mögulegt er besta slíka kerfið. Flatur skattur, þar sem tekjur eru aðeins skattlagðar einu sinni, er réttlátasta skattkerfið og heppilegast fyrir hagkerfið.“

Mitchell segir að þegar það sé haft að leiðarljósi að tekjur eigi aðeins að skattleggja einu sinni verði að horfa sérstaklega á það hvernig hagnaður fyrirtækja, gengishagnaður og arður er skattlagður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.