Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM) tapaði 38,6 milljörðum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi. Tapið má skýra að langstærstum hluta með breyttum aðferðum við útreikninga á skattagreiðslum, auk taprekstrar á veðlánaarmi fyrirtækisins.

Þetta er stærsta tap í sögu GM, en á sama tíma fyrir ári tapaði félagið 147 millljónum dala. Rick Wagoner, forstjóri GM, varð fyrir vonbrigðum með afkomu fyrirtækisins, en sagði að áfram yrði haldið að endurskipuleggja reksturinn - ekki síst í Bandaríkjunum.

Sjá erlendar fréttir Viðskiptablaðsins.