Fjárfestingafélagið Berskshire Hathaway, sem Warren Buffet er í forsvari fyrir, mun kaupa 60% hlut í iðnfyrirtækinu Marmon Holding,  fyrir 4,5 milljarða dollara. Það sem eftir stendur mun fjárfestingafélagið kaupa á á næstu fimm til sex árum, fyrir verð sem mun ráðast af rekstrarárangri. Þetta kemur fram í frétt the MarketWatch.

Buffet segir þetta vera stærstu kaup Berkshire Hathaway sem ekki ertu tengt tryggingarekstri. Í Wall Street Journal er sagt að þetta endurspegli fjárfestingastefnu hans að fjárfesta í rekstri sem ekki er “glysgjarn”, með gott og stöðugt tekjustreymi og í grein með miklar hindranir til þess að komast í.

Marmon er með veltu upp á um sjö milljarða dollara og rekur yfir 125 verksmiðjur og þjónustu fyrirtæki á heimsvísu. Þar á meðal eru kapalfyrirtæki, fyrirtæki sem tengjast járnbrautarekstri, tækjaleiga fyrir byggingarstarfssemi og fleira.

Seljandi er Pritzkers fjölskyldan, sem meðal annars á stóran hlut í Hyatt hótelinu.