Búist er við því að Landsbankinn taki Langflug yfir innan tíðar en félagið á 23,67% í Icelandair Group. Langflug á í miklum fjárhagserfiðleikum. Landsbankinn er helsti lánardrottinn.

Tilkynnt var í morgun að Íslandsbanki hefði leyst til sín 42% í Icelandair Group en þar var um að ræða hluti Fjárfestingafélagsins Máttar, sem átti 23,1% í Icelandair Group, og Nausts, sem átti 14,8%.

Langflug er í eigu FS7 og Giftar. FS7 er í eigu Finns Ingólfssonar. Það á tvo/þriðju í Langflugi en Gift á einn/þriðju.

Langflug keypti í Icelandair Group árið 2006.