Seðlabanki Svíþjóðar hækkaði stýrivexti nú í morgun um 0,25 prósent. Eftir hækkunin eru þeir 0,75%. Seðlabankinn telur að merki séu um að sænskt efnahagslíf sé að rétta úr sér. Verðbólguþrýstingur er lítill þessa stundina en bankinn telur að hann muni aukast með sterkari efnahag. Seðlabankinn telur að hagvöxtur verði um 4,2% í ár.