Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka ekki stýrivexti sína og standa þeir í stað í 2,75%. Sérfræðingar segja að markaðurinn bíði eftir frekari útskýringum frá bankanum um hvort að hækkana sé að vænta á næstunni.

?Það er augjóst að bankinn mun halda áfram að hækka stýrivexti en spurningin er hvenær og hve hratt," sagði Stephane Deo, hagfræðingur hjá svissneska bankanum UBS, í samtali við Reuters.

Seðlabanki Íslands hækkaði vexti sína um 75 punkta í 13% í dag en mikill vaxtamunur gæti stuðlað að aukinni krónubréfaútgáfu, segja sérfræðingar. Hins vegar telja þeir nú takmarkaða eftirspurn eftir slíkum bréfum þar sem margir fjárfestar hafa brennt sig vegna snarprar veikingar krónunnar.