Seðlabanki Noregs hækkaði í gær stýrivexti sína um 0,25 prósentustig, upp í 4,25%. Þetta er í þriðja skiptið á þessu ári sem bankinn tekur þá ákvörðun að hækka stýrivexti. Í rökstuðningi sínum sagði stjórn bankans að í ljósi þess að hagvöxtur sé öflugur í landinu um þessar mundir væri stýrivaxtahækkun nauðsynleg. Fjármálamarkaðurinn hafði fastlega gert ráð fyrir því að vextir yrðu hækkaðir.