Seðlabanki Suður Kóreu lækkaði í dag stýrivexti sína um 50 punkta, úr 3% í 2,5% og er þetta fimmta stýrivaxtalækkun bankans á þremur mánuðum en í október voru stýrivextir í landinu 5,25%.

Lee Myung-bak, forseti S-Kóreu sagði við fjölmiðla í morgun að hagvaxta spá seðlabankans fyrir 2008, sem gerði ráð fyrir 3% hagvexti, væri nú í endurskoðun og yrði birt á næstu dögum. Hann sagðist jafnframt ekki gera sér vonir um að fyrr spá bankans rættist.

Myung-bak sagði einnig með stýrivaxtalækkun sinni væri bankinn að reyna að koma hjólum hagkerfisins í gang á ný líkt og aðrar hafa verið að gera undanfarnar vikur og mánuði.