Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, segist feginn því að mál hans sé loks búið. Styrmir var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um hlutdeild í umboðssvikum og peningaþvætti Ragnars Z. Guðjónssonar, fyrrverandi sparissjóðsstjóra Byrs, og Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi stjórnarformanns sparisjóðssins, í Exeter-málinu svokallaða.

Styrmir sagði í samtali við vb.is að hann hefði aldrei skilið ákæruna. Málið hefði tekið þrjú ár en væri nú loks lokið.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði við vb.is að ákvörðun um áfrýjun yrði tekin síðar.