Stutt er í að samningar náist um að evrópska fjárfestingarfyrirtækið Permira Advisers festi kaup á EMI, sem er þriðja stærsti hljómplötuútgefandi heims miðað við markaðshlutdeild, samkvæmt aðilum sem eru nákomnir málinu, segir í frétt Dow Jones.

Ekki er búið að ganga frá kaupunum ennþá og er því enn óvist hvort af kaupunum verður, talið er að kaupverðið sé um 270 milljarðar króna.

EMI staðfesti í síðustu viku að fyritækinu hafi borist tilboð, en vildi ekki tilgreina hver var á bak við það.

EMI á tvö stór útgáfufyrirtæki í Bandaríkjunum, Capitol Records og Virgin Records, en fyrirtækið gerir einnig út starfsemi víða um heim.

Það sem er ef til eftirsóknarverðast í fyrirtækinu er höfundarréttur að milljónum laga, meðal annars með Bítlunum, Norah Jones og the Beastie Boys. EMI hefur þó lent í nokkrum vandræðum með að tryggja sér nýja og upprennandi listamenn á undanförnum árum.