Það styttist í gjalddaga erlends láns Kópavogsbænum hjá Dexia og er hafin vinna við að endurfjármagna lánið. Afleiðusamningar sem áhættuvarnir hafa ekki verið aðgengilegir bænum en teikn eru á lofti um að möguleiki um slíkt geti verið að opnast.

Þetta kemur fram í greinargerð um árshlutauppgjör bæjafélagsins . Enn fremur segir að unnið sé að því að ná samningum til að minnka gengisáhættu bæjarins vegna þessa gjalddaga.

Staða erlendra lána bæjarins nam um 9.138 milljónum króna í byrjun þessa árs. Bent er á miklar sveiflur á gengi krónunnar á þessu ári. „Í byrjun árs stóð vísitalan í um 217, um mánaðarmótin mars-apríl var staðan rúmlega 230 og þann 30. júní var vísitalan komin í 218. Í byrjun ágúst var svo vísttalan komin í rúmlega 206. Þessar sveiflur á gengi gjaldmiða þýða, að reiknaður gengismunur það sem af er árinu hefur sveiflast um hundruð milljóna, en þann 30.06 er bókað gengistap 11 m.kr.,“ segir í greinargerðinni.