Tap Stjörnunnar ehf., sem rekur Subway veitingahúsakeðjuna á Íslandi, minnkaði um 57,5% á síðasta ári, og fór það niður í 30,8 milljónir króna á sem er 57,5% minna tap en árið áður, þegar tapið nam 72,5 milljónum króna.

Tekjurnar drógust saman um 6,7%, úr ríflega 2,1 milljarði í tæpa 2 milljarða, og rekstrargjöldin um svipað, sem fóru úr tæplega 2,1 milljarði í ríflega 1,9 milljarða. Þar af lækkuðu laun og launatengd gjöld um 50 milljónir, úr 1 milljarði í 950 milljarða, samhliða því að starfsmönnum miðað við heilsársstörf fækkaði um 18, úr 146 í 128.

1,6 milljóna króna lækkun var á handbæru fé á árinu, og fór það í 8,5 milljónir í árslok. Eigið fé dróst saman um 3,8%, úr rúmlega 819 milljónum fór í ríflega 788 milljónir, en skuldirnar jukust um 24%, úr tæplega 776 milljónum í 962 milljónir.

Eignirnar jukust því um 9,7%, fóru úr rétt tæplega 1,6 milljarði í ríflega 1,7 milljarða og eiginfjárhlutfallið lækkaði þar með úr 51,4% í 45,0%. Þorvaldur Þorláksson er framkvæmdastjóri félagsins, en Skúli Gunnar Sigfússon er eini stjórnarmaður þess, og eigandi þess í gegnum félagið Leiti eignarhaldsfélag ehf.