Þegar Sunna Björg Helgasdóttir tók sæti sem framkvæmdastjóri kerskála hjá álveri Rio Tinto Alcan á Íslandi í Straumsvík í byrjun apríl þá urðu kynjahlutföllin jöfn í framkvæmdastjórn fyrirtækisins hér á landi.

Fram kemur í tilkynningu frá Rio Tinto Alcan á Íslandi að fyrir í framkvæmdastjórninni sátu forstjórinn Rannveig Rist, Jakobína Jónsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, Birna Pála Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri HSEQ og stöðugra umbóta, Sigurður Þór Ásgeirssson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Ingólfur Kristjánsson, framkvæmdastjóri tækni- og þróunarsviðs, Jökull Gunnarsson, framkvæmdastjóri steypuskála, og Gaukur Garðarsson, framkvæmdastjóri viðhaldssviðs.