Sveitarstjórnir nokkurra sunnlenskra sveitarfélaga hafa undanfarið skoðað möguleika þess að ljósleiðaravæða sveitarfélögin og eru nú taldar vaxandi líkur á því að ráðist verði í slíkt verkefni innan ekki langs tíma. Er greint frá þessu í nýjasta tölublaði Sunnlenska fréttablaðsins .

Segir í fréttinni að ljóst sé að ef ráðist verður í verkið með þeim hætti sem hugur manna stendur til þá yrði um mjög kostnaðarsama framkvæmd að ræða, jafnvel upp á nokkra milljarða króna.