*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 15. maí 2015 17:25

SUS undrast yfir kröfum verkalýðsfélaga

Samband ungra sjálfstæðismanna segja kröfur verkalýðshreyfingarinnar vera til þess fallnar að draga úr jöfnuði.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ungir sjálfstæðismenn lýsa furðu á kröfum verkalýðshreyfingarinnar um allt að 50% nafnlaunahækkana á þriggja ára tímabili. Þetta kemur fram í nýrri ályktun SUS. Í henni segir að launahækkanir umfram framleiðniaukningu munu óhjákvæmilega leiða til aukinnar verðbólgu sem kemur verst niður á ungu fólki og þeim sem lægstar hafa tekjurnar.

Þá segir jafnframt í tilkynningunni að kröfur verkalýðsfélaganna séu til þess fallnar að minnka jöfnuð í samfélaginu þar sem aukin verðbólga kemur verst niður á þeim tekjulægri sem verja hærri hluta af launum sínum í neyslu. 

Þá segir í ályktuninni orðrétt að launahækkanir upp á tugi prósenta munu engu skila. „Það væri mun ráðlegra að fara hina skandinavísku leið sem felur í sér hóflegar launahækkanir í takt við hagvöxt og verðbólgu sem skila að lokum auknum kaupmætti. Stjórnvöld eiga einnig hjálpað til með því að lækka skatta og einfalda skattkerfið með færri skattþrepum.“

Stikkorð: SUS Kjarasamningar 2015
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is