„Hún las handritið að myndinni og heillaðist gjörsamlega af sögunni, fannst hún raunveruleg og einstaklega hjartnæm,“ segir Erlingur Jack Guðmundsson, einn framleiðenda kvikmyndarinnar Benjamíns dúfu, í samtali við Fréttablaðið .

Þar er greint frá því að Óskarsverðlaunahafinn Cathleen Sutherland verði einn framleiðenda bandarísku endurgerðarinnar á myndinni.

Til stendur að hefja tökur á myndinni í ágúst og eru prufur fyrir helstu hlutverkin á lokastigi. Erlingur segir líklegt að einhver þekkt nöfn verði í aukahlutverkum í myndinni en gefur þau hins vegar ekki upp. Nú sé verið að skoða fimmtán nöfn sem komi til greina í aðalhlutverkin.

Myndin verður tekin upp í Texas í Bandaríkjunum og að sögn Erlings mun henni svipa mjög til íslensku útgáfunnar sem kom út árið 1995.

Myndin verður tekin upp í Texas í Bandaríkjunum og að sögn Erlings mun henni svipa mjög til íslensku útgáfunnar sem kom út árið 1995.