Svana Gunnarsdóttir rekstrarhagfræðingur hefur verið ráðin til að gegna stöðu sérfræðings fjárfestinga fyrir félagið.

Í tilkynningu kemur fram að Svana hefur mikla reynslu af stofnun og rekstri sprota og frumkvöðlafyrirtækja, einnig af samruna og yfirtöku.  Svana var m.a. ein af stofnendum ARTitIS BV á Schiphol Airport, og framkvæmdastjóri þess frá 1995 til ársins 2008.  Svana var ein af eigendum og fjármálastjóri Copyrite BV frá 1995-2008. Einnig stóð hún fyrir sölu á nokkrum dótturfyrirtækjum Copyrite.  Hefur hún komið að stjórnarsetu og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í öðrum sprotafyrirtækjum.

Svana hefur alþjóðlega MBA gráðu frá Nyenrode University í Hollandi, Kellogg University Chicago USA, Universtiy of Stellenbosch í Cape Town South Africa og BA gráðu í fjármálafræði frá Webster University Leiden í Hollandi. Hefur hún einnig verið reglulegur gestafyrirlesari í frumkvöðlafræði hjá Nyenrode University í Hollandi.

Frumtak ehf er rekstraraðili samlagssjóðsins Frumtaks slhf sem er í eigu stóru bankanna þriggja,Glitnis, Landsbanka Íslands og Kaupþings banka, stærstu lífeyrissjóða landsins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Frumtak fjárfestir í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og útrásar.  Markmið Frumtaks er að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta. Frumtak fjárfestir í fyrirtækjum sem eru komin af klakstigi og er áskilið að fyrir liggi ítarlegar viðskiptaáætlanir