Stengrímur Wernersson, einn eigandi Milestone, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið haldið fyrir utan öll mál félagsins en málið snýst um lán Glitnis til félagsins í febrúar 2008. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.

Sigurður Arngrímsson, fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley, bar einnig vitni í dag en hann sagði banka í Bretlandi hafa verið svartsýna á stöðuna á Íslandi á þessum tíma. Hann sagði það hafa komið til tals að loka lánum sem hefði leitt til þess að Glitnir lánaði Milestone 10 milljarða króna lán.

Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason eru ákærðir fyrir að heimilað þessa lánveitingu sem átti upphaflega að fara til félagsins Vafnings. Þeir neita báðir sök og segjast ekki vita hver hafi heimilað lán til Milestone.

Í máli verjenda hefur komið fram að ef lánið hefði ekki verið veitt hefði Milestone líklega farið í þrot og Glitnir hefði verið í sömu áhættu vegna skuldbindinga félagsins við Milestone. Ef lánið hefði ekki verið veitt hefði bandaríski bankinn Morgan Stanley átt rétt á að taka bréf bankans yfir.