Svartur á leik í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er vinsælasta íslenska kvikmyndin af þeim fimm sem voru frumsýndar árið 2012 en tæplega 63 þúsund manns sáu myndina í kvikmyndahúsum á árinu. Í öðru sæti var Djúpið í leikstjórn Baltasars Kormáks, en tæplega 50 þúsund manns sáu þá mynd. Sú tala gæti eitthvað hækkað þar sem sýningar á myndinni standa enn yfir.

Frá þessum tölum er greint í Fréttablaðinu í dag. Þriðja stærsta íslenska kvikmyndin er Ávaxtakarfan í leikstjórn Sævars Guðmundssonar með um 13 þúsund aðsóknir.

Vinsælasta erlenda myndin og um leið vinsælasta mynd ársins var Skyfall en rúmlega 78 þúsund manns hafa séð þessa nýjustu mynd um njósnara hennar hátignar, James Bond. Hún er jafnframt vinsælasta Bond-mynd fyrr og síðar á Íslandi og er enn í sýningu.

Í öðru sætinu er franska kvikmyndin Intouchables sem tæp 65 þúsund manns sáu og þar á eftir kemur Batman myndin Dark Knight Rises sem tæplega 64 þúsund manns sáu.

Sjá nánar á vísir.is

James Bond í Skyfall.
James Bond í Skyfall.