Kvenfataverslunin Eva, sem rekin er undir hatti verslanakeðjunnar NTC (Northern Trading Company), flytur sig um set á Laugaveginum og verður opnuð á nýjum stað 25. nóvember. Mun Eva flytja af Laugavegi 89 niður á Laugaveg 26 þar sem Skífan var áður til húsa.

Svava Johansen, eigandi verslanakeðjunnar, segir að ætlunin sé að loka starfseminni sem nú er að Laugavegi 89-91 um áramótin. Segir hún að þar með komist Eva aftur á svipaðar slóðir og hún hóf feril sinn þegar hún var opnuð að Laugavegi 28 fyrir rúmum 30 árum.

NTC keypti verslunina Evu og einnig Gallerí, sem var á sama stað, af fyrri eigendum árið 1999.

_____________________________

24 síðna jólagjafahandbók fylgir Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .