Sveinn Torfi Pálsson, forstöðumaður eignastýringar Íslenskra verðbréfa, hefur verið ráðinn tímabundið til að gegna starfi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Einar Ingimundarson sem sagði upp starfi framkvæmdastjóra Íslenskra verðbréfa í júlí lætur af störfum í dag.

Fram kemur í tilkynningu frá Íslenskum verðbréfum að Sveinn Torfi er fæddur árið 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1987 og BS.-prófi í fjármálum frá University of South Carolina í Bandaríkjunum árið 1992.

Sveinn Torfi hóf störf hjá Íslenskum verðbréfum í janúar 1993 og hefur verið forstöðumaður eignastýringar Íslenskra verðbréfa undanfarin þrjú ár. Eiginkona hans er Brynhildur Smáradóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau tvö börn.