Norræni fjárfestingarsjóðurinn Cevian Capital hefur sankað að sér rétt rúmum 5% hlut í Danske Bank síðustu daga. Þetta kemur fram í tilkynningu til dönsku kauphallarinnar í Kaupmannahöfn. Markaðsverðmæti eignarhlutarins nemur um 3,5 milljörðum danskra króna, 75 milljörðum íslenskra.

Bankinin hefur glímt við rekstrarvanda og boðaði umfangsmikla hagræðingu í byrjun mánaðar. Þar á meðal verður starfsfólki fækkað um tvö þúsund.

Í danska viðskiptadagblaðinu Börsen greinir frá því í dag að Cevian Capital kaupi alla jafna um 5 til 15% hlut í þeim fyrirtækjum sem félagið skoði og reyni að tryggja sér sæti stjórn þeirra. Sjóðurinn á þetta stóra hluti í um 10 fyrirtækjum.

Á meðal annarra stórra hluthafa í Danske Bank er danski flutningarisinn AP Möller-Mærsk með tæpan 23% hlut.

Á vefsíðu sjóðsins kemur fram að það voru Svíarnir Christer Gardell og Lars Förberg stofnuðu hann árið 2002. Fyrirtækið er með rúma 3,5 milljarða evra, jafnvirði 350 milljarða íslenskra króna, í stýringu.