Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt frá leikjum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, segir í fréttatilkynningu.

Samningurinn er til þriggja ára og frá og með næstu keppni verður Sýn með beinar útsendingar í sjónvarpi frá allt að átta leikjum í hverri umferð.

Þar að auki mun áskrifendum Sýnar gefast sá kostur að sjá alla þá leiki sem ekki eru sýndir beint í sjónvarpi, í beinni útsendingu á netinu, segir í tilkynningunni. Meðal annarra breytinga má nefna að nú verða alls 13 leikir sýndir beint í opinni dagskrá á Sýn Extra 1.