Það verður seint tekið af þeim Vincent og Robert að þeir vinni á bak við luktar dyr. Þvert á móti má lesa af breskum götublöðum að hvergi njóti þeir sín betur en einmitt á síðum þeirra, undir stýri á hraðskreiðum bílum eða á snekkju úti fyrir ströndum Suður-Frakklands, oftar en ekki nálægt ljóshærðum yngismeyjum öðru hvoru megin við þrítugt. Þegar síðast fréttist hafði Robert fest ráð sitt og fjölgað mannkyni en Vincent haldið trú við glaumgosalífið.

Bræðurnir stigu fyrstu skrefin í fasteignaviðskiptum árið 1983. Viðskiptin hafa borið sama svipbragð æ síðan: Þeir kaupa fasteign, veðsetja hana í rjáfur og leigja út. Leigan á að síðan að standa undir afborgunum lána. Það sem eftir stendur greiðir fyrir munaðarlífið.

Í byrjun nýrrar aldar fór Robert út í kaup á hlutabréfum í verslanakeðja, krám og brugghúsum sem Kaupþingi í Bretlandi fjármagnaði að hluta. Þegar yfir laun var hann orðinn stærsti einstaki lántaki bankans með 230 milljarða króna skuld á bakinu. Rannsókn SFO beinist einmitt að því hvernig hann fékk þessa fyrirgreiðslu á sama tíma og hann var með stærri hluthöfum Existu, helsta eiganda bankans og að því virtist vinfenginn þeim sem héldu þar um stjórnartauma.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.